Staðir sem bjóða upp á Mývatn Öl
Kaffi Sel
Fæðingarstaður Mývatn öl! Hér getur þú smakkað allar bjór tegundir okkar, keypt dósir á staðnum og skoðað úrval af Mývatn öl vörum ásamt alls konar minjagripum. Njóttu góðra veitinga og drykkja í notalegu andrúmslofti brugghússins þar sem við byrjuðum.
Frá sætinu þínu hefur þú útsýni bæði yfir vatnið og inn í upprunalega brugghúsið í gegnum gler, þar sem sagan okkar hófst.
Sel-Hótel Mývatn
Rétt við hliðina á Kaffi Sel, upprunalega brugghúsinu, getur þú notið fjölbreytts úrvals af Mývatn öl á barnum og veitingastaðnum á Sel-Hótel Mývatni. Hvort sem þú ert að setjast niður í mat, hitta vini eða einfaldlega njóta andrúmsloftsins, þá er þetta fullkominn staður til að njóta Mývatn öl og það nánast beint frá framleiðslustað.
Paraðu bjórinn við ljúffenga rétti veitingastaðarins á meðan þú nýtur útsýnis yfir Stakhólstjörn og einstöku Skútustaðagígana.
Jarðböðin Við Mývatn
Í Jarðarböðunum við Mývatn getur þú notið Mývatn Öls í einstöku umhverfi. Slakaðu á með kaldan í hendi á meðan þú lætur þér líða vel í heitu böðunum.
Frábær leið til að sameina afslöppun, góðan bjór og stórbrotið umhverfi.
Vogafjós
Á veitingastaðnum Vogafjósi er hægt að njóta Mývatn Öls með frábærum réttum beint frá býli í hlýlegu og notalegu umhverfi. Hvort sem þú ert að koma úr skoðunarferð eða eiga góða stund með vinum, passar Mývatn Öl einstaklega vel við stemninguna á staðnum.
Einkenni Vogafjóss er fjósið sem sést beint úr matsalnum, þar sem gestir geta fylgst með kúnum í sínu daglega lífi og jafnvel kíkt inn til þeirra. Þetta er sönn íslensk sveitaupplifun sem gerir heimsóknina skemmtilega og eftirminnilega.
Daddi´s Pizza Mývatn
Á Daddi’s Pizza Mývatn mætast ljúffengar pizzur og Mývatn Öl í frábæru jafnvægi.
Staðurinn býður upp á flottan pall þar sem einstaklega notalegt er að njóta Mývatn Öl á góðum sólardegi. Að innan er huggulegur salur þar sem hægt er að slaka á, deila góðum stundum með vinum og njóta matar og drykkjar í hlýlegu umhverfi.
Fjallakaffi
Í Fjallakaffi í Mörðudal geturðu notið Mývatn Öl í einstöku hálendisumhverfi. Umkringt hálendi er Fjallakaffi staðsett í friðsælu litlu fjallasamfélagi þar sem þau bjóða upp á bragðgóða heimagerða rétti, hlýja gestrisni og rólegt andrúmsloft.
Eftir langan akstur eða dagsferð um hálendið er þetta frábær staður til að slaka á, njóta útsýnisins á fjalladrottninguna, Herðubreið og upplifa kyrrðar Mörðudals.
Kaffi Borgir
Í Kaffi Borgum geturðu notið Mývatn Öls rétt við ótrúlegu hraunmyndana í Dimmuborgum.
Þetta notalega kaffihús býður upp á víðáttumikið útsýni í allar áttir, hlýlegt andrúmsloft og frábæra möguleika til að slaka á. Hér er fullkominn staður til að njóta Mývatn öl með ljúffengum veitingum og upplifa einstaka náttúru.
Hótel Laxá
Á Hótel Laxá er hægt að njóta Mývatn öl í nútímalegu og stílhreinu umhverfi með fallegu útsýni yfir nærliggjandi landslag. Veitingastaður hótelsins býður upp á rólegt andrúmsloft og vandlega útbúna rétti.
Mývatn öl fer vel með staðnum, hvort sem þú ert að njóta kvöldverðar eða einfaldlega slaka á með drykk á barnum. Með blöndu af þægindum og stórkostlegu útsýni býður Hótel Laxá upp á rólegt umhverfi til að njóta Mývatn öl.
Gamli Bærinn
Á Gamla Bænum getur þú notið Mývatn öl í björtu og vinalegu andrúmslofti. Frábær staður til að setjast niður með vinum og slaka á með góðum mat.
Hvort sem þú kemur í hádegismat, kvöldmat eða drykk fellur Mývatn Öl vel að matseðlinum. Slakaðu á og njóttu drykkjarins í skemmtilegu og hlýlegu umhverfi.
Berjaya Hótel Mývatn
Á Berjaya Hótel Mývatn getur þú notið Mývatn öl í skemmtilegu og þægilegu umhverfi. Hvort sem þú ert að slaka á á barnum eða koma þér fyrir eftir dagsferð, þá er þetta notalegur staður til að slaka á með ljúfengu Mývatn öl.
Veitingastaðurinn Mylla býður upp á stílhreina matarupplifun með matseðli sem byggir á ferskum íslenskum hráefnum. Hér getur þú sameinað ljúffengan mat og Mývatn Öl í dásamlegu umhverfi.
Veggur
Á Vegg veitingahúsi er hægt að njóta Mývatn öl ásamt matseðli sem leggur áherslu á ferska og bragðgóða rétti úr gæðahráefnum.
Með rólegu og notalegu andrúmslofti er Veggur frábær staður til að setjast niður, slaka á og njóta góðrar máltíðar eftir að hafa skoðað áhugaverða staði í nágrenninu eins og Dettifoss og Ásbyrgi.
Fosshótel Mývatn
Á Fosshótel Mývatni getur þú notið Mývatn öl með stórkostlegu útsýni yfir nærliggjandi landslag. Hvort sem þú slakar á á bar hótelsins eða nýtur máltíðar á veitingastaðnum þá er þetta notalegur staður til að njóta Mývatn öl.
Fosshótel Mývatn býður upp á rólegt og notalegt andrúmsloft og er frábær staður til að njóta Mývatn öl á meðan þú nýtur fegurðar Mývatns.
