Sagan Okkar
Frá hugmynd að veruleika
Hugmyndin tók fyrst á sig mynd árið 1997, þegar Raggi, eigandi og aðal bruggari, var að læra byggingatæknifræði í Þýskalandi. Á meðan hann dvaldi þar tók hann eftir því að nokkrir veitingastaðir höfðu sín eigin smábrugghús í kjöllurum sínum. Hann varð heillaður af þessari hugmynd og dreymdi um að koma með þessa hugmynd heim til Skútustaða við Mývatn þegar hann væri búinn með námið.
Þegar Raggi sneri aftur til Íslands ákváðu hann með foreldum sínum hins vegar að einbeita sér að öðrum draumi, að byggja Sel-Hótel Mývatn. Hótelið opnaði dyr sínar árið 2000 og ráku þau einnig Kaffi Sel, hlýlegt kaffihús og minjagripaverslun við hliðina á hótelinu.
Eftir að hafa rekið hótelið og kaffihúsið í 20 ár stöðvaði Covid-19 heimsfaraldurinn ferðaþjónustu nær alfarið. Í þessu óvænta hléi sá Raggi hins vegar tækifæri til að endurvekja hugmyndina sem hafði heillað hann áratugum fyrr. Með fjölskyldunni ákvað hann að stofna fyrsta brugghúsið fyrir Mývatn Öl, staðsett í horni í Kaffi Seli. Þar hóf hann að brugga bjór í litlum skömmtum einungis ætlað fyrir bar hótelsins.
Hjálp frá góðum vinum
Það var bara eitt lítið vandamál með brugghúsáætlun Ragga, hann hafði aldrei bruggað neitt á ævinni og hafði alls enga hugmynd um hvernig ætti að gera það. Sem betur fer átti hann nokkra góða vini úr nágrenninu sem voru þegar djúpt sokknir í heimabruggun og einn þeirra var meira að segja menntaður bruggari.
Raggi gerði samkomulag við þá um að ef hann stofnaði brugghúsið, myndu þeir koma, sýna honum hvernig hann ætti að brugga og hjálpa til við að semja uppskriftirnar. Þegar allt var tilbúið kom hópurinn saman í eftirminnilega helgi, fullri af hlátri, lærdómi og mikið af humlum, til að brugga allra fyrsta bjórinn - Skútinn IPA, uppskrift sem vinirnir höfðu fullkomnað í gegnum árin.
En Raggi var ekki alveg sáttur þar sem hann er ekki mikið fyrir IPA bjóra . Hann vildi búa til bjór fyrir fólk eins og sig sem venjulega kýs ekki IPA bjóra , eitthvað mýkra og sem tengdist Mývatnssvæðinu. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að það gæti verið góð hugmynd að nota hverabakað rúgbrauð, sem er heldur betur sérstaða í sveitinni. Út frá þeirri hugmynd spratt okkar einkennisbjór og vinsælasti bjór — Vindbelgur rúgbrauðs IPA. Mjúkur og mildur IPA, hannaður fyrir þá sem kjósa ekki venjulega IPA.
Vaxandi eftirspurn
Okkur til mikillar gleði fór eftirspurn eftir Mývatn Öl strax langt fram úr því sem við höfðum búist við. Fljótlega byrjuðu veitingastaðir á svæðinu að spyrja hvort þeir mættu líka bjóða bjórinn okkar. Vandamálið? Litla brugghúsið okkar í Kaffi Sel náði varla að fullnægja þörfum hótelsins sjálfs.
Til að mæta áskorunni hugsuðum við út fyrir kassann. Árið 2023 byggðum við 600 lítra bruggtank úr gömlum mjólkurtank sem við keyptum af bónda úr nærsveit. Með þessu nýja tæki tókst okkur að halda eftirspurn á hótelinu í skefjum þegar ferðamennskan við Mývatn var að fara aftur á fulla ferð eftir heimsfaraldurinn. Þó þetta nægði enn ekki til að byrja að selja utan hótelsins, var það mikilvægt milli skref.
Frá Fjárhúsi Í Brugghús
Okkur varð ljóst að uppsetning okkar gæti enn ekki annað eftirspurninni svo við ákváðum að taka næsta stóra skref. Aðeins 500 metrum frá upprunarlega brugghúsinu stóð gamalt fjárhús sem hafði ekki verið notað í neinum öðrum tilgangi en sem geymsla í tugi ára og í byrjun árs 2024 fékk það glænýtt hlutverk. Fjárhúsið var breytt í nýja brugghúsið okkar, sem gaf því nýtt líf og gaf okkur rými til að stækka og þróast.
Inni í nýju aðstöðunni bættum við við 2.000 lítra bruggtanki og fjórum 2.000 lítra gerjunartönkum, sem gerði okkur loksins kleift að bjóða Mývatn öl til veitingastaða og í kringum Mývatn. Við bættum einnig við okkur dósunar- og merkingarvél, sem þýddi að í fyrsta skipti var hægt að njóta Mývatn öl í dós en ekki aðeins á krana.
Þessi aðstaða táknar nýjan kafla hjá okkur, bland af gömlu og nýju þar sem fjárhúsið hefur verið gefið nýtt hlutverk og við fengum loks stóra og mikla bruggunaraðstöðu.
Vöxtur við Mývatn
Eftir okkar fyrsta sumar í nýja brugghúsinu vorum við ánægð með hvernig allt gekk en sáum að eftirspurnin var enn að fara fram úr framleiðslugetu okkar. Því ákváðum við að stíga næsta skref og bæta við fjórum nýjum 2000 lítra gerjunartönkum, þannig að heildarfjöldi tánkana var orðinn átta.
Með þessari viðbót gátum við dreift Mývatn Öl á enn fleiri veitingastaði við vatnið og nágreni. Smám saman bættust veitingahúsin við og sumarið 2025 mátti finna Mývatn Öl á helstu veitingastöðum í kringum Mývatn sem höfðu áfengisleyfi.
Brugghús- og smakkferðir
Eftir að við komum okkur fyrir í nýja brugghúsinu fengum við sífellt fleiri beiðnir um heimsóknir og smakk í brugghúsið. Í byrjun tókum við aðeins við ferðum eftir beiðni og auglýstum þær aldrei almennilega, en það varð okkur fljótt ljóst að fólk var mjög áhugasamt um að koma í heimsókn, heyra söguna, smakka bjórinn, sjá staðinn sem hann er gerður á og hvernig.
Við höfum alltaf viljað að Mývatn Öl væri upplifun fyrir alla og þess vegna ákváðum við að í byrjun árs 2026 að opna dyrnar alveg og hefja almennar brugghús- og smakkferðir. Til að geta tekið vel á móti gestum byggðum við nýjan móttökusal með bar við hlið bruggaðstöðunar þar sem fólk getur slakað á og notið Mývatn öls í rólegheitunum.
