Mývatn Öl
Fjölskyldurekið handverksbrugghús við Mývatn
Um Okkur

Mývatn Öl er fjölskyldurekið handverksbrugghús sem á rætur að rekja til Sels, fjölskyldufyrirtækis með yfir 50 ára sögu á Skútustöðum við Mývatn. Sel var stofnað árið 1973 sem lítil verslun, fljótlega bættist við veitingastaður og þróaðist síðan með tímanum í Sel-Hótel Mývatn, þar sem við höfum tekið á móti ferðamönnum frá öllum heimshornum síðan árið 2000.
Í byrjun árs 2022 hófum við spennandi nýjan kafla með því að brugga okkar eigin handverksbjór. Frá byrjun var markmiðið að bjórarnir okkar væru í takt við einstaka náttúru Mývatnssvæðisins. Þess vegna eru allir bjórarnir okkar nefndir eftir stað eða manneskju frá svæðinu.
Upprunalega brugghúsið okkar er staðsett á Kaffi Sel, kaffihúsinu og minjagripaversluninni okkar við hlið hótelsins. Þar geta gestir enn séð upprunalegu tækin, sem við notum enn í dag til að prófa og þróa nýja bjóra.
Þegar eftirspurn eftir Mývatn Öl jókst fluttum við framleiðsluna í stærri og nútímalegri aðstöðu nokkrum metrum frá upprunalega brugghúsinu í Kaffi Seli, sem gerði okkur kleift að auka framleiðslu verulega. Þrátt fyrir flutninginn er upprunalega aðstaðan á Kaffi Sel enn hjartað í starfseminni, staðurinn þar sem hugmyndir kvikna og nýjar bragðtegundir verða til.
Hjá Mývatn Öl er hver einasti bjór handgerður af ástríðu, allt frá ferskum lagerbjórum til kraftmikilla IPA-bjóra og árstíðabundna sérbjóra. Við vonum að hver sopi færi þig nær landslaginu og fólkinu.
Frá fjölskyldu okkar til þinnar — skál!






